þri 08. október 2019 17:57
Brynjar Ingi Erluson
Noregur skoraði þrettán mörk gegn Færeyjum
Caroline Graham Hansen skoraði þrennu
Caroline Graham Hansen skoraði þrennu
Mynd: Getty Images
Norska kvennalandsliðið slátraði Færeyjum 13-0 í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Norska liðið gersamlega gekk frá færeyska liðinu en staðan í hálfleik var þó aðeins 4-0 fyrir gestunum.

Þær bættu svo við níu mörkum í þeim síðari en Caroline Graham Hansen og Isabell Herlovsen gerðu þrennu.

Ingrid Engen skoraði þá tvennu en Lisa-Marie Utland, Amalie Eikeland, Karina Saevik, Frida Maanum og Elise Hove Thorsnes komust einnig á blað.

Þetta er ekki stærsti sigurinn í sögu norska kvennalandsliðsins því liðið vann Slóvakíu 17-0 árið 1995 og stendur það met enn.

Noregur er í efsta sæti C-riðil með 9 stig og 26-1 í markatölu.
Athugasemdir
banner
banner