Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 08. október 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Panenka á gjörgæslu með kórónuveiruna
Antonin Panenka
Antonin Panenka
Mynd: Getty Images
Fyrrum fótboltamaðurinn Antonin Panenka er á gjörgæslu á sjúkrahúsi eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Hinn 71 árs gamli Panenka vakti mikla athygli í úrslitaleik EM 1976 með landsliði Tékkóslóvakíu.

Panenka tók þá vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni þar sem hann vippaði á mitt markið og skoraði framhjá Sepp Maier.

Um var að ræða sigurmark Tékkóslóvakíu í leiknum.

Margir þekktustu fótboltamenn í heimi hafa leikið þennan leik eftir síðan þá en þessi vítaspyrna er oft nefnd í höfuðið á Panenka.

Hér að neðan má sjá vítaspyrnuna frægu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner