Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 08. október 2020 20:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Við mætum Ungverjum í úrslitaleiknum
Icelandair
Ungverjar fagna jafntefli gegn Íslandi á EM 2016.
Ungverjar fagna jafntefli gegn Íslandi á EM 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búlgaría 1 - 3 Ungverjaland
0-1 Villi Orban ('17)
0-2 Zsolt Kamar ('47)
0-3 Nemanja Nikolic ('75)
1-3 Georgi Yomov ('89)

Það verða Ísland og Ungverjaland sem munu eigast við í úrslitaleik A-leiðar umspilsins um sæti á EM næsta sumar.

Úrslitaleikurinn mun fara fram í Búdapest í Ungverjalandi í næsta mánuði.

Ísland lagði Rúmeníu að velli í kvöld og á sama tíma vann Ungverjaland útisigur gegn Búlgaríu í Sofia. Villi Orban kom Ungverjum yfir og staðan varð 2-0 í byrjun seinni hálfleiks.

Nemanja Nikolic gekk svo frá sigrinum fyrir Ungverja á 75. mínútu. Georgi Yomov klóraði í bakkann fyrir Búlgaríu undir lokin. Lokatölur 3-1 fyrir Ungverja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner