Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 08. október 2025 15:26
Elvar Geir Magnússon
Aganefndin dæmdi leikmann Vals ranglega í bann
Markus Lund Nakkim.
Markus Lund Nakkim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fundi aganefndar KSÍ í gær var varnarmaðurinn Markus Lund Nakkim í Val dæmdur í leikbann. Hann hefði verið í banni þegar liðið mætir FH eftir landsleikjagluggann.

Hann var skráður með fjögur gul spjöld en aganefndin gerði mistök og hefur nú leiðrétt dóminn svo norski leikmaðurinn getur spilað leikinn.

„Úrskurðurinn hefur verið leiðréttur og leikbann Markus Lund Nakkim afturkallað með vísan til þess að hann átti að fá eina áminningu dregna frá uppsöfnuðum áminningum að loknum 22 umferðum í samræmi við ákvæði gr. 13.1.1 reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál," segir í frétt á vef KSÍ.

„Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar hefur verið leiðréttur á heimasíðu KSÍ."
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 27 17 6 4 58 - 31 +27 57
2.    Valur 27 13 6 8 61 - 46 +15 45
3.    Stjarnan 27 12 6 9 50 - 45 +5 42
4.    Breiðablik 27 11 9 7 46 - 42 +4 42
5.    Fram 27 10 6 11 41 - 40 +1 36
6.    FH 27 8 9 10 49 - 46 +3 33
Athugasemdir
banner