West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
   mið 08. október 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Evrópubikarinn í dag - Íslendingaslagur í Belgíu
Kvenaboltinn
Guðrún spilar með Braga í Portúgal
Guðrún spilar með Braga í Portúgal
Mynd: Braga
Önnur umferð í forkeppni Evrópubikarsins heldur áfram í kvöld og verða fimm íslenskar atvinnukonur í baráttunni.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir er í liði Anderlecht sem tekur á móti Íslendingaliði Braga. Guðrún Arnardóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir leika með Braga.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verða í liði Inter sem mætir Vllaznia.

Þetta eru fyrri leikir liðanna en seinni leikirnir eru spilaðir í næstu viku og fara sigurvegararnir áfram í 16-liða úrslit.

Leikir dagsins:
16:00 Inter - Vllaznia
17:00 Anderlecht - Braga
Athugasemdir