Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 23:01
Ívan Guðjón Baldursson
Enski deildabikarinn: Crystal Palace fer á Emirates
Eze skoraði eina markið er Arsenal lagði Crystal Palace að velli um helgina.
Eze skoraði eina markið er Arsenal lagði Crystal Palace að velli um helgina.
Mynd: EPA
Tekst Oliver Glasner loksins að hafa betur gegn Arsenal?
Tekst Oliver Glasner loksins að hafa betur gegn Arsenal?
Mynd: EPA
Búið er að draga í 8-liða úrslit enska deildabikarsins sem munu fara fram um miðjan desember.

Arsenal tekur þar á móti Crystal Palace eftir að liðin unnu sína leiki fyrr í kvöld. Palace hefur komið á óvart síðustu mánuði og lagði Liverpool þægilega að velli á Anfield í kvöld, sem er þriðji sigur liðsins gegn lærisveinum Arne Slot á þremur mánuðum.

Arsenal tefldi fram varaliðinu sínu og hafði betur, 2-0, á heimavelli gegn Brighton.

Manchester City fær heimaleik gegn Brentford eftir að hafa slegið Swansea úr leik í kvöld en Brentford fór létt með Grimsby í gær. Þar er um áhugaverðan úrvalsdeildarslag að ræða.

Newcastle United spilar við Fulham í þriðja úrvalsdeildarslagnum og er Chelsea eina úrvalsdeildarfélagið sem mætir liði úr annarri deild. Chelsea heimsækir Cardiff City til Wales.

Newcastle sigraði sterkt lið Tottenham í kvöld á sama tíma og Chelsea hafði betur í sjö marka leik gegn Wolves.

Cardiff lagði Wrexham að velli í gær á meðan Fulham þurfti vítaspyrnur til að sigra Wycombe Wanderers.

8-liða úrslit:
Arsenal - Crystal Palace
Man City - Brentford
Newcastle - Fulham
Cardiff - Chelsea
Athugasemdir
banner