Luigi de Siervo, formaður ítölsku A-deildarinnar, bregst ókvæða við gagnrýni Adrien Rabiot, miðjumanns AC Milan, á þær áætlanir að spila leiki í deildinni erlendis.
Í febrúar mun leikur AC Milan gegn Como í ítölsku deildinni vera spilaður í Perth í Ástralíu. Þá mun deildarleikur á Spáni, milli Villarreal og Barcelona, fara fram í Miami í desember.
Rabiot segir að þessi þróun sé algjörlega fáránleg og „gjörsamlega klikkuð“.
Í febrúar mun leikur AC Milan gegn Como í ítölsku deildinni vera spilaður í Perth í Ástralíu. Þá mun deildarleikur á Spáni, milli Villarreal og Barcelona, fara fram í Miami í desember.
Rabiot segir að þessi þróun sé algjörlega fáránleg og „gjörsamlega klikkuð“.
„Það er mikið talað um leikjaálag og heilsu leikmanna og svo kemur þetta bull. Það er algjörlega brjálað að leggja á sig allt þetta ferðalag til Ástralíu fyrir leik milli tveggja ítalskra liða. En við þurfum bara eins og alltaf að sætta okkur við þetta," segir Rabiot.
De Siervo var spurður út í þessi ummæli Rabiot og sagði hann að leikmaðurinn þyrfti að muna að hann fái milljónir evra í laun fyrir að spila fótbolta.
„Hann ætti að sýna þeim peningum sem hann græðir virðingu, því sem hann fær frá vinnuveitendum sínum. AC Milan fór fram á að þessi leikur yrði spilaður erlendis," segir De Siervo.
Hefur slæm áhrif að færa leiki erlendis
Aleksander Ceferin forseti FIFA segir að það hafi verið með trega sem það hafi verið samþykkt að spila umrædda leiki utan Evrópu. Hann segist óttast að það eyðileggi deildirnar ef leikir eru færðir erlendis.
„Fótbolti snýst ekki bara um fjármálaútreikninga, þetta er ekki bara afþreying. Þetta tengist lífinu í okkar samfélögum, götunum, félögunum og stuðningsmönnunum sem skapa fótboltann. Ef við færum fótboltann of langt frá þesum rótum þá er hætta á eyðileggingu," segir Ceferin.
„Á óvissutímum er fótbolti okkar akkeri og gefur okkur gleði sem við getum deilt. Á góðum tímum og slæmum er fótboltinn til staðar. Þegar það eru áskoranir í Evrópu þurfum við eitthvað sem heldur okkur saman. Fótboltinn hefur þann kraft og við verðum að viðhalda honum."
Athugasemdir