Alexander Ceferin, forseti evrópska fótboltasambandsins, UEFA, segir það miður að leyfa tveimur leikjum í deildarkeppnum í Evrópu að fara fram erlendis.
Villarreal og Barcelona mætast í Miami í Bandaríkjunum í desember í spænsku deildinni. Það verður fyrsti leikurinn í deildarkeppni í Evrópu sem fer fram erlendis.
Spænska deildin hefur stefnt að því í tæp tíu ár að spila leiki erlendis til að vekja meiri athygli á deildinni. NBA og NFL deildirnar hafa farið þessa leið.
Villarreal og Barcelona mætast í Miami í Bandaríkjunum í desember í spænsku deildinni. Það verður fyrsti leikurinn í deildarkeppni í Evrópu sem fer fram erlendis.
Spænska deildin hefur stefnt að því í tæp tíu ár að spila leiki erlendis til að vekja meiri athygli á deildinni. NBA og NFL deildirnar hafa farið þessa leið.
AC Milan og Como munu mætast í Perth í Ástralíu í spænsku deildinni í febrúar. San Siro, heimavöllur Milan, verður ekki laus þar sem opnunarhátíð vetrarólympíuleikana verður haldin á vellinum.
Ceferin segir að deildarleikir eigi að fara fram í þeim löndum sem deildin er skráð. Það kemur niður á stuðningsmönnum liðanna að spila erlendis og gæti raskað keppninni.
„Þó það sé miður að þurfa að láta þessa tvo leiki fara fram, þá er þessi ákvörðun óvenjuleg og skal ekki talin fordæmisgefandi. Skuldbinding okkar er skýr: að vernda heiðarleika landsdeildanna og tryggja að fótboltinn haldist í heimaumhverfi sínu," sagði Ceferin.
We are opposed to domestic league matches being played abroad.
— UEFA (@UEFA) October 6, 2025
Two requests have been approved on an exceptional basis due to regulatory gaps at global level.
We are committed to anchoring the integrity of domestic competitions and fans’ perspectives in forthcoming FIFA rules.
Athugasemdir