fös 08. nóvember 2019 22:38
Ívan Guðjón Baldursson
Farke á botninum: Svona leikskólamistök hjálpa ekki
Mynd: Getty Images
Norwich er komið á botn ensku úrvalsdeildarinnar eftir tap á heimavelli gegn Watford. Liðin mættust í botnslagnum fyrr í kvöld.

Daniel Farke, stjóri Norwich, var svekktur og pirraður að leikslokum. Þetta var sjöundi leikur liðsins í röð án sigurs.

„Við erum svekktir og pirraðir eftir þetta tap því við hefðum alveg getað komist hjá því. Við vorum meira með boltann, áttum fleiri skot og sköpuðum fleiri færi. Þetta er frekar pirrandi dagur," sagði Farke við myndavélar Sky Sports.

Gerard Deulofeu kom Watford yfir eftir 76 sekúndur. Hann stal knettinum af Emiliano Buendia og kláraði dæmið. Farke var sérstaklega ósáttur með mistök Buendia að leikslokum.

„Í fyrra markinu gerði vængmaðurinn minn mistök og tapaði boltanum. Að fá svona mark á sig hvetur andstæðingana til dáða, svona leikskólamistök hjálpa ekki sjálfstraustinu eða stemningunni í hópnum. Fyrstu 90 sekúndurnar voru eins og strandfótbolti."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner