Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   mið 05. nóvember 2025 15:27
Kári Snorrason
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jóhann Berg snýr aftur í hópinn.
Jóhann Berg snýr aftur í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson opinberaði landsliðshóp sinn sem mætir Aserbaídsjan og Úkraínu í síðustu tveimur leikjum liðsins í undankeppni fyrir HM 2026. 

Tvær breytingar eru á hópnum frá síðasta verkefni. Sævar Atli Magnússon er ekki með vegna hnémeiðsla og inn fyrir hann kemur Jóhann Berg Guðmundsson. Þórir Jóhann Helgason dettur þá úr hópnum og Hörður Björgvin Magnússon kemur inn.

Fótbolti.net ræddi við Arnar eftir að hann kynnti hópinn.


„Hausverkurinn er kannski aðeins farinn að minnka. Þetta er orðinn kjarni núna sem við höfum verið að leitast eftir og hafa staðið sig mjög vel. Síðan detta alltaf einhverjir út vegna meiðsla en hópurinn í þetta sinn er í mjög góðu jafnvægi. Við erum búnir að fylla vel í allar stöður, með tveimur leikmönnum í hverja. Ég er mjög ánægður með hópinn.“ 

Jóhann Berg og Hörður búa báðir yfir mikilli reynslu, sem gæti reynst dýrmæt þegar á botninn er hvolft.

„Þeir hafa 'been there and done that', hafa báðir vera nálægt því að komast á stórmót og báðir komist á HM og EM. Þeirra reynsla verður dýrmæt í þessum glugga. Þetta verður snúið, spennustigið verður hátt. Leikmenn vilja gera vel og leggja mikið á sig, en stundum þarf aðeins að hafa andlegu hliðina í lagi og vera minnugir þess hvað það þarf lítið til svo að allt fari til fjandans. Svo eru þeir ennþá báðir frábærir fótboltamenn.“ 

Arnar segir markmiðið fyrir verkefnið vera skýrt.

„Við skiptum þessu niður, við ætlum að vinna Aserbaídsjan. Fara svo glaðir og horfum á leik Frakka og Úkraínumanna, sem verður tveimur tímum seinna. Við sjáum Frakka tryggja sér sæti á HM og þá vitum við hvað við þurfum að gera í Varsjá. Stig dugir, sem verður ærið verkefni. En mín skilaboð núna er að við þurfum að byrja á Aserbaídsjan og skoðum framhaldið eftir þann leik.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, þar er nánar rætt við Arnar um einstaka leikmenn og leikina tvo.


Athugasemdir
banner
banner