Brann frá Noregi, lið Freys Alexanderssonar, hefur verið að gera góða hluti í Sambandsdeild Evrópu þar sem liðið hefur hlotið sex stig. Á morgun leika Brannverjar gegn ítalska liðinu Bologna.
Brann tapaði naumlega fyrir Lille í fyrstu umferð keppninnar og á fréttamannafundi var Freyr spurður út í samanburð á mótherjunum.
„Bologna er öðruvísi en Lille, þeir eru með minni reynslu úr Evrópubolta en eru sókndjarfari. Kannski munu þeir særa okkur, en kannski gerum við vel. Þessi leikur gæti verið eins og villta vestrið. Það gætu komið erfiðir kaflar hjá báðum liðum," segir Freyr.
„Í Noregi er erfitt að finna jafn sóknarsinnað lið og Bologna. Á morgun munum við reyna að vera ekki of varfærnir og vera með 'rokk og ról' nálgun."approach."
Brann tapaði naumlega fyrir Lille í fyrstu umferð keppninnar og á fréttamannafundi var Freyr spurður út í samanburð á mótherjunum.
„Bologna er öðruvísi en Lille, þeir eru með minni reynslu úr Evrópubolta en eru sókndjarfari. Kannski munu þeir særa okkur, en kannski gerum við vel. Þessi leikur gæti verið eins og villta vestrið. Það gætu komið erfiðir kaflar hjá báðum liðum," segir Freyr.
„Í Noregi er erfitt að finna jafn sóknarsinnað lið og Bologna. Á morgun munum við reyna að vera ekki of varfærnir og vera með 'rokk og ról' nálgun."approach."
Eggert Aron Guðmundsson er meðal leikmanna Brann en Sævar Atli Magnússon er á meiðslalistanum. Það eru fleiri lykilmenn Brann meiddir en Felix Horn Myhre og Noah Holm geta ekki tekið þátt í leiknum á morgun.
Athugasemdir



