Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. desember 2021 14:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U19: Búið að draga í milliriðla
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Í dag var dregið í milliriðla fyrir EM 2022 hjá U19 karla. Lokakeppnin fer fram í Slóvakíu næsta sumar.

Ísland er í riðli fjögur með Króatíu, Georgíu og Rúmeníu. Milliriðillinn fer líklega fram dagana 21-29. mars en riðlunum verður að vera lokið fyrir 29. mars.

Sigurvegarar hvers riðils komast áfram í lokakeppnina.

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 ára liðsins, sagði við Fótbolta.net á mánudag að nú í kjölfarið kæmi svo í ljós hvar milliriðill Íslands verður spilaður.

Eru einhverjar líkur á því að þeir verði spilaðir á Íslandi?

„Ég veit það ekki, það hefur svo sem ekki verið rætt hérna. Það verður að koma í ljós hvaða liðum við mætum og hvernig staðan er hjá þeim. Þetta er spilað 21.- 29. mars. Það á bara eftir að taka stöðuna á því og gæti alveg komið til greina. Við þurfum að sjá hvaða lið dragast með okkur og ræða það eftir það," sagði Óli á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner