Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. desember 2021 18:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki rætt við Arnar um aðstoðarstarfið - Límdur við skjáinn á miðvikudag
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason
Ólafur Ingi Skúlason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U19 ára landsliðið fagnar marki
U19 ára landsliðið fagnar marki
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fótbolti.net rædd við Ólaf Inga Skúlason, eins og frægt er orðið, í dag.

Óli er þjálfari U19 ára landsliðs karla og U15 ára kvenna. Hann var fyrsti þjálfarinn sem Arnar Þór Viðarsson réði eftir að hann tók við sem yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ.

Arnar er í leit að aðstoðarmanni og var Óli spurður hvort Arnar hefði heyrt í sér.

Hefur ekki velt því fyrir sér
„Nei, það hefur ekki komið upp. Ég er engu nær hvað verður enda Eiður bara nýfarinn frá störfum. Ég veit ekkert um þau mál," sagði Óli.

Er það eitthvað sem þú hefðir áhuga á?

„Ég bara veit það ekki. Ég á mjög erfitt með að svara þessari spurningu þar sem ég hef ekkert velt henni fyrir mér," sagði Óli.

Mikilvægt að fara upp úr riðlinum
Óli er eins og fyrr segir þjálfari U19 karla en liðið komst í haust í milliriðla EM. Óli ræddi við Fótbolta.net fyrir lokaleikinn í undanriðlinum og má nálgast það viðtal hér.

Hversu mikilvægt er að hafa klárað þetta verkefni og komist á næsta stig keppninnar?

„Það er mjög mikilvægt, aðallega upp á að fá fleiri leiki og að sjálfsögðu að ala upp leikmenn sem innan landsliðsins vinna og komast áfram. Það er alltaf gríðarlega mikilvægt að fara upp úr þessum riðlum upp á kúltúrinn að vinna. Það er svo þessi auka gulrót að fá þrjá alvöru leiki í mars, það er mjög mikilvægt."

Spenntur fyrir drættinum á miðvikudag
„Það er dregið í milliriðla á miðvikudaginn og þá verður maður límdur við skjáinn að fylgjast með hvað kemur upp úr þessum höttum sem dregið verður úr. Það er mjög spennandi og verður skemmtilegt að fylgjast með því."

Er orðið ljóst hverjir leikstaðirnir verða?

„Nei, það kemur í rauninni í kjölfarið, um leið og er búið að draga í riðlana þá verður tekin ákvörðun hvar þeir verða spilaðir."

Gæti alveg komið til greina að spila á Íslandi
Eru einhverjar líkur á því að þeir verði spilaðir á Íslandi?

„Ég veit það ekki, það hefur svo sem ekki verið rætt hérna. Það verður að koma í ljós hvaða liðum við mætum og hvernig staðan er hjá þeim. Þetta er spilað 21.- 29. mars. Það á bara eftir að taka stöðuna á því og gæti alveg komið til greina. Við þurfum að sjá hvaða lið dragast með okkur og ræða það eftir það," sagði Óli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner