Vefmiðillinn mbl.is segir að Valur sé í viðræðum við FH um möguleg félagaskipti Steven Lennon yfir á Hlíðarenda.
Sagt er að Lennon vilji komast frá FH og hafi þegar samþykkt samningstilboð frá Val.
Gildandi samningur Lennon við FH er til október 2021 en fyrir áramót fór leikmaðurinn ekki leynt með það að hann ætti vangoldin laun hjá félaginu.
Sagt er að Lennon vilji komast frá FH og hafi þegar samþykkt samningstilboð frá Val.
Gildandi samningur Lennon við FH er til október 2021 en fyrir áramót fór leikmaðurinn ekki leynt með það að hann ætti vangoldin laun hjá félaginu.
Fyrr í vetur hafði umboðsmaður Lennon samband við Val og kannaði áhuga félagsins á skoska sóknarleikmanninum.
FH hafnaði í þriðja sæti í Pepsi Max-deildinni á liðnu tímabili og verður í Evrópukeppninni á næsta ári.
Lennon, sem verður 32 ára síðar í þessum mánuði, hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins síðan hann kom til Íslands en hann hefur verið hjá FH síðan 2014.
Athugasemdir