Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. janúar 2023 19:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kjartan Henry að skrifa undir hjá FH
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Kjartan Henry Finnbogason yfirgaf KR eftir tímabilið í sumar en hann var ekki í náðinni hjá Rúnari Kristinssyni.


Fótbolti.net greindi frá því í nóvember að hann væri í viðræðum við FH og Dr. Football greinir frá því á Twitter í kvöld að hann muni skrifa undir í Hafnarfirðinum á morgun.

Heimir Guðjónsson snéri aftur í Hafnarfjörðinn eftir vonbrigðartímabil í sumar og er byrjaður að styrkja liðið.

Kjartan Henry er 36 ára og lék lengi í atvinnumennsku áður en hann kom heim og gekk í raðir uppeldisfélags síns KR fyrir sumarið 2021.

Sóknarleikur FH var ekki ýkja merkilegur í sumar og skoraði liðið 36 mörk, jafnmörg mörk og ÍA sem féll á lakari markatölu en FH.

Komnir
Dani Hatakka frá Keflavík
Sindri Kristinn Ólafsson frá Keflavík

Farnir
Atli Gunnar Guðmundsson
Guðmundur Kristjánsson í Stjörnuna
Gunnar Nielsen
Kristinn Freyr Sigurðsson í Val
Matthías Vilhjálmsson í Víking

Sjá einnig:

Kjartan Henry: Þá fær bara einhver annar að njóta þeirra krafta


Athugasemdir
banner
banner