Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 09. febrúar 2017 05:08
Fótbolti.net
Áhorfendamet þegar Ísland tapaði í Las Vegas
Sex léku sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland
Icelandair
Pulido fagnar eina marki leiksins.
Pulido fagnar eina marki leiksins.
Mynd: Getty Images
Ísland 0 - 1 Mexíkó
0-1 Alan Pulido ('21)
Skoðaðu textalýsingu frá leiknum

Ungt og óreynt lið Íslands tapaði fyrir Mexíkó í vináttulandsleik í Las Vegas í nótt. Mikil stemning var á leiknum og 30.617 áhorfendur en það er áhorfendamet á knattspyrnuleik í Nevada fylki.

Varnarleikurinn var allsráðandi hjá strákunum okkar gegn vel mönnuðu liði. Mexíkó var miklu meira með boltann í leiknum og átti talsvert margar skottilraunir en þó sárafáar sem rötuðu á rammann.

Ísland átti ákaflega fáar sóknir í leiknum og Rafael Marquez og félagar í varnarlínu þeirra grænklæddu voru traustir.

Svekkjandi er hversu ódýrt eina mark leiksins var. Giovani dos Santos átti sendingu eftir fast leikatriði og Alan Pulido skoraði eftir hlaup á nærstönginni.

Pulido þessi er þekktur fyrir að hafa yfirbugað mannræningja sem höfðu hann í haldi í maí í fyrra og sloppið frá þeim. Lestu meira um það hér.

Alls léku sex leikmenn sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland. Frederik Schram átti flottan leik í rammanum og auk hans voru Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristján Flóki Finnbogason nýliðar í byrjunarliðinu.

Af bekknum komu svo þrír inn í sínum fyrsta landsleik: Adam Örn Arnarson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Árni Vilhjálmsson.

Næsti landsleikur verður 24. mars en þá leikur Ísland gegn Kosóvó ytra í undankeppni HM. Leikur sem verður að vinnast. Íslenski hópurinn verður augljóslega gjörbreyttur í því verkefni.
Athugasemdir
banner