Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. febrúar 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
Kropið á hné í næstu leikjum
Mynd: EPA
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar munu krjúpa á hné næstu tvær helgar, til að sýna samstöðu í baráttunni gegn kynþáttafordómum.

Fyrirliðar ákváðu síðasta sumar að krjúpa á hné á völdum tímapunktum á tímabilinu í stað þess að gera það fyrir alla leiki. Þeir telja að með þeim hætti skili skilaboðin betri árangri.

Leikmenn krupu á hné í fyrstu leikjum tímabilsins og á öðrum degi jóla. Þá var það gert fyrstu tvær umferðir októbermánaðar.

Þetta hefur verið gert til að sýna Black Lives Matter hreyfingunni stuðning og sýna samstöðu gegn kynþáttahatri.
Athugasemdir
banner
banner
banner