Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 09. mars 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - HK mætir Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Það eru þrír leikir á dagskrá í Lengjubikar karla í kvöld þar sem fjörið hefst í A-deild.


HK tekur þar á móti Vestra í Kórnum og geta heimamenn tryggt sér þriðja sæti riðilsins með sigri. HK er með sex stig eftir fjórar umferðir á meðan Vestri er stigalaus eftir þrjár.

ÍH tekur svo á móti KV í B-deildinni. ÍH er þar með þrjú stig eftir tvær umferðir en KV hefur farið illa af stað og er án stiga með markatöluna 0-10.

Að lokum mætast KFK og Hamar í C-deildinni en þar eru bæði lið með fullt hús stiga, KFK eftir tvo leiki og Hamar einn.

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
19:00 HK-Vestri (Kórinn)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
20:00 ÍH-KV (Skessan)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 4
20:00 KFK-Hamar (Fagrilundur - gervigras)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner