Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. mars 2023 19:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Magnaður leikur í Lissabon - Coates í banni á Emirates og Turner ekki litið vel út
Mynd: Getty Images

Það er nóg um að vera í leik Sporting og Arsenal í Lissabon en staðan 2-2 þegar tæpur hálftími er eftir af leiknum.


William Saliba kom Arsenal yfir með skalla eftir hornspyrnu frá Fabio Vieira.

Sebastian Coates fyrirliði Sporting er heppinn að vera inn á vellinum en hann fékk gult spjald stuttu eftir markið og braut af sér aðeins þremur mínútum eftir að hafa fengið spjaldið en dómarinn hélt spjöldunum í vasanum.

Þrátt fyrir það mun Coates missa af seinni leiknum vegna of margra gula spjaldra. Það má einnig segja um Hidemasa Morita.

Eftir góða byrjun Arsenal jafnaði Sporting og komst yfir snemma í síðari hálfleik en Morita varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því 2-2.

Fyrra mark Sporting var ekki ólíkt fyrra marki Arsenal en Matt Turner hefur verið gagnrýndur fyrir að hiksta á línunni. Hann gerði einnig mistök í seinna markinu þegar hann varði boltann út beint í fætur Morita sem lagði boltann í opið markið.


Athugasemdir
banner
banner