Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 09. júní 2023 11:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Félagaskiptasérfræðingur Liverpool varar við kaupum á Kane
Mynd: Getty Images
Það félag sem kaupi Harry Kane, framherja Tottenham, í sumar er félag sem er sama um verðmæti. Þetta segir Dr. Ian Graham sem hefur starfað sem rannsóknarstjóri hjá Liverpool og er í því að skoða allar hliðar þegar kemur að félagaskiptum.

Kane á eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham og eru bæði Manchester United og Real Madrid áhugasöm um að fá enska landsliðsfyrirliðann í sínar raðir. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, hefur þó engan áhuga á að selja sinn mann.

Það þarf væntanlega risaupphæð til að sannfæra Levy um að segja já, upphæð sem yrði með þeim hæstu í sögu fótboltans. Það væru kaup sem Graham liti á sem risaáhættu.

„Það félag sem mun enda á að kaupa Kane í sumar er félag sem er sama um verðmæti. Hann er 29 ára gamall. Þetta yrði há upphæð og í staðinn færðu þrjú ár af frammistöðum sem gætu þegar á þeim árum farið að dala," sagði Graham.

Graham er á förum frá Liverpool í sumar eftir ellefu ár hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner