Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
Davíð Smári: Þá hugsa ég að ég hefði ekki verið ráðinn
Magnús Már: Tveir sigrar og markatalan 5-1 í þessu nýja móti
Aron Elí: Það hafði enginn trú á okkur lengur
Hjammi hitar upp fyrir 50 milljóna króna leikinn - Sjáðu bikarinn sem barist er um
   fös 09. júní 2023 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Rúnar Alex: Hefði ekki verið auðvelt fyrir mig eða pabba
Icelandair
watermark Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf geggjað að koma til Íslands, hitta fjölskyldu og vini. Og það er gaman að hitta strákana í liðinu og byrja að æfa saman," sagði landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson þegar hann spjallaði við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

Rúnar var að klára tímabil með Alanyaspor í Tyrklandi þar sem hann var á láni frá Arsenal, en liðið rétt náði að forðast falldrauginn í tyrknesku úrvalsdeildinni. Rúnar var aðalmarkvörður liðsins.

„Ég átti gott tímabil, spilaði alla leiki og spilaði vel. Við bjuggumst kannski við meiru sem lið en það gerist kannski að lið smelli ekki, séu ekki rétt samsett. Þetta endaði fínt og ég er mjög ánægður með þetta yfir heildina."

Ég hugsaði alveg út í það
Það er kominn nýr þjálfari hjá landsliðinu, Norðmaðurinn Age Hareide er tekinn við.

„Mér líst mjög vel á að vinna með honum. Hann kemur vel fyrir og skilar sínum hugmyndum vel til okkar sem er mikilvægt fyrir landsliðsþjálfara sem hafa stuttan tíma til að undirbúa leiki. Það er mikilvægt að allar upplýsingar sem við fáum skili sér vel til okkar. Ég er ánægður með allt sem við höfum séð hingað til," segir Rúnar um Hareide.

Áður en nýr landsliðsþjálfari tók við þá var Rúnar Kristinsson orðaður við starfið, en hann er goðsögn í íslenskum fótbolta og er einnig faðir Rúnars Alex. Var markvörðurinn eitthvað farinn að hugsa út í það hvernig það myndi ganga fyrir sig ef pabbi hans yrði ráðinn landsliðsþjálfari?

„Ég hugsaði alveg út í það, en ég held að það hafi verið rétt hjá KSÍ að ráða erlendan þjálfara. Ég held að það sé betra fyrir alla að það komi inn einstaklingur sem er með engin tengsl við hópinn. Ég held að það hefði ekki verið auðvelt fyrir mig eða pabba - að vera landsliðsþjálfari - þegar ég er í liðinu. Ef það gerist seinna, þá dílum við bara við það. Ég held að það sé betra fyrir landsliðið að vera með erlendan þjálfara," sagði Rúnar Alex.

Það eru mikilvægir leikir framundan en í viðtalinu hér að ofan ræðir Rúnar Alex um þá leiki og stöðu sína í liðinu, en hann hefur verið aðalmarkvörður liðsins síðustu misseri.
Athugasemdir
banner