Varnarmaður frá Litháen á reynslu
ÍBV stefnir á að ganga frá þjálfararáðningu fyrir leik liðsins gegn FH á laugardaginn.
Pedro Hipolito var rekinn eftir tap gegn Stjörnunni um þarsíðustu helgi og Ian Jeffs, aðstoðarþjálfari, stýrði liðinu í 2-1 tapi gegn KR um síðustu helgi.
Pedro Hipolito var rekinn eftir tap gegn Stjörnunni um þarsíðustu helgi og Ian Jeffs, aðstoðarþjálfari, stýrði liðinu í 2-1 tapi gegn KR um síðustu helgi.
„Þetta verður klárað núna í vikunni. Þetta er í vinnslu og verður klárt fyrir næsta leik," sagði Magnús Elíasson hjá knattspyrnuráði ÍBV við Fótbolta.net í dag.
Ian Jeffs verður áfram í þjálfarateymi ÍBV en Magnús vill ekki gefa upp hvort að hann verði aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari né hvort að þjálfararáðningin verði út tímabilið eða til lengri tíma.
ÍBV fékk sóknarmennina Gary Martin og Benjamin Prah á dögunum og í gær kom miðjumaðurinn Sindri Björnsson á láni frá Val. Varnarmaðurinn Gilson Correia er á förum og ÍBV ætlar að fá mann í hans stað.
„Við erum að leita að miðverði. Við erum skoða Litháa sem er fyrrum U21 árs landsliðsmaður. Hann kemur á reynslu í vikunni," sagði Magnús.
Athugasemdir