Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 09. ágúst 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór spilað nánast allan ferilinn kviðslitinn en gat það ekki lengur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, verður frá næstu 6 vikurnar. Fjallað var um það á miðvikudag og ræddi hann um meiðslin í dag. Hann var búinn að missa af síðustu leikjum ÍA vegna meiðslanna.

„Ég fór í aðgerð í vikunni, vegna kviðslits, eftir nokkrar myndatökur og skoðanir. Í rauninni er ég búinn að spila með þetta kviðslit nánast allan ferilinn. Það var sem sagt ekkert nýtt að ég væri kviðslitinn. Ég fór að finna fyrir verkjum í svæðinu fyrir ofan og eftir rannsóknirnar var tekin ákvörðun um að laga þetta kviðslit, það væri ástæðan fyrir verkjunum. Meiðslin voru þannig komin á síðasta söludag. Þetta var búið að halda í 15 ár," segir Arnór.

„Ég fór í aðgerð, framundan er tveggja vikna hvíld og svo er endurheimt í 3-4 vikur. Stefnan er sett á að ég verði orðinn klár þegar úrslitakeppnin hefst, að ég nái öllum leikjunum þar."

Arnór verður í meðhöndlun hjá króatíska sjúkraþjálfarann Mario Majic sem er á sínu öðru ári hjá ÍA. „Ég verð hjá honum tvisvar á dag í alvöru harki eftir að þessari tveggja vikna hvíld lýkur."

„Það er náttúrulega grautfúlt að þurfa að gera þetta núna, búinn að spila nánast alla leiki ÍA frá því að ég kom aftur í klúbbinn. Ég vonaði að ég myndi ná að halda út þetta tímabil, en þetta var bara svekkjandi, en svona er þetta bara."


Fær Arnór einhverjar ávítur frá læknum fyrir að hafa ekki látið gera eitthvað í meiðslunum fyrr en nú?

„Nei nei, ekkert þannig. Á meðan þetta var ekkert að há mér neitt, þá var engin ástæða til að gera neitt í þessu. Það hafa margir verið með kviðslit í lengri tíma og náð að spila án þess að það hái þeim. Þannig hefur þetta verið í mínu tilfelli. Núna er bara fínt að laga þetta og koma svo ferskur inn í úrslitakeppnina," segir Arnór.

Hann er 35 ára miðjumaður sem kom aftur í uppeldisfélagið sitt fyrir tímabilið í fyrra. Hann lék erlendis sem atvinnumaður í tæpa tvo áratugi ár áður en hann sneri heim til Íslands fyrir tímabilið 2021 og lék fyrstu tvö árin eftir heimkomu með Val.

Á þessu tímabili hefur Arnór skorað tvö mörk í þrettán deildarleikjum. Í fyrra skoraði hann fjögur mörk í 20 leikjum þegar ÍA vann Lengjudeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner