Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Biður um sölu frá Leeds
Joseph hefur skorað 8 mörk í 12 leikjum með U21 liði Spánar.
Joseph hefur skorað 8 mörk í 12 leikjum með U21 liði Spánar.
Mynd: EPA
Spænski framherjinn Mateo Joseph vill fara frá Leeds United í sumar og hefur beðið um að vera seldur.

Real Betis hefur sýnt honum áhuga síðustu mánuði og hafnaði Leeds tilboði frá félaginu í janúarglugganum. Það tilboð hljóðaði upp á rúmar 10 milljónir punda.

Joseph er 21 árs gamall og með þrjú ár eftir af samningi sínum við Leeds. Hann tók þátt í 41 leik með Leeds á síðustu leiktíð og kom að 7 mörkum, en hann þykir gríðarlega efnilegur og er lykilmaður í U21 landsliði Spánverja. Þar áður var hann mikilvægur partur af U20 landsliði Englands.

Joseph átti að fara með Leeds í æfingaferð á dögunum en fór ekki. Daniel Farke þjálfari ætlar ekki að standa í vegi fyrir félagaskiptum.

„Planið var að hann myndi koma með í æfingaferðina en hann kom til mín og sagðist ekki vilja vera hérna lengur. Hann ýjaði að því að hann vilji helst flytja til Spánar útaf hann hefur rætur að rekja þangað," sagði Farke.

„Hann ræður sinni framtíð meira og minna sjálfur, við viljum bara leikmenn sem eru spenntir fyrir því að spila fyrir Leeds og taka þátt í þessu verkefni sem er í gangi hérna. Við erum að keppa í bestu deild í heimi og við viljum bara leikmenn sem eru tilbúnir í slaginn. Ég ætla ekki að standa í vegi fyrir því að leikmenn skipti um félag.

„Það er samt ljóst að félagið þarf að fá sitt fyrir leikmanninn. Hann er hérna á langtímasamningi og fer ekki neitt nema það takist að semja um kaupverð."

Athugasemdir
banner
banner