Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. september 2019 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Segir að Sterling sé betri en Neymar
Raheem Sterling hefur verið magnaður undanfarin ár
Raheem Sterling hefur verið magnaður undanfarin ár
Mynd: Getty Images
Tony Cascarino, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að Raheem Sterling sé betri en Neymar.

Cascarino lék fyrir félög á borð við Aston Villa, Celtic, Chelsea og Marseille á ferlinum en hann vinnur í dag sem sparkspekingur.

Hann ræddi um Raheem Sterling og Neymar í útvarpsþætti sínum á talkSPORT en hann segir að enski landsliðsmaðurinn sé betri leikmaður.

Sterling skoraði 25 mörk í 51 leik á síðustu leiktíð í öllum keppnum fyrir Manchester City og hefur verið lykilmaður í árangri liðsins síðustu ár á meðan Neymar hefur verið ein skærasta stjarna heims með Barcelona, Paris Saint-Germain og brasilíska landsliðinu.

„Hvort myndir þú velja Neymar eða Sterling? Ég myndi velja Sterling. Reyndu að horfa framhjá því sem er í gangi með Neymar utan vallar en þrátt fyrir það finnst mér Sterling samt betri inn á vellinum," sagði Cascarino.

„Tölurnar hans eru betri og hann er að spila með betra félagsliði. Ég hef séð Neymar gera hluti sem enginn annar knattspyrnumaður getur gert svona eins meðlimur Harlem Globetrotters nema fótboltaútgáfan af því."

„En ef þú vilt leikmann sem er frábær fyrir liðið og skorar mikið af mörkum sem er á svipuðum kaliber og Neymar, þá er Sterling maðurinn í það,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner