Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. september 2020 15:15
Magnús Már Einarsson
Aubameyang búinn að búa til eigin stöðu á vellinum
Pierre-Emerick Aubameyang á sprettinum.
Pierre-Emerick Aubameyang á sprettinum.
Mynd: Getty Images
Allt bendir til þess að Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, geri nýjan samning við félagið á næstunni. Aubameyang verður samningslaus næsta sumar en þessi öflugi leikmaður hefur lengi verið í viðræðum við Arsenal um nýjan samning.

„Það virðist gerast á næstunni að hann framlengi. Það er lífsnauðsynlegt. Þú vilt ekki fara með fyrirliðann og aðalstjörnuna inn í tímabilið með eitt ár eftir af samningi sínum" sagði Einar Örn Jónsson í upphitun fyrir enska boltann á Fótbolta.net í dag.

Aubameyang hefur raðað inn mörkum með Arsenal en hann skoraði meðal annars bæði mörkin í bikarúrslitaleiknum gegn Chelesa í síðasta mánuði. Aubameyang hefur spilað á vinstri kanti undir stjórn Mikel Arteta.

„Hann er að þróa leik sinn. Hann er allt öðruvísi leikmaður en fyrir 4-5 árum síðan," sagði Einar Guðna.

„Hann lúrir í millisvæðinu vinsra meginn og hefur gert þá stöðu að sinni. Þetta er Aubameyang staðan í fótboltanum í dag. Hann er með frábærar tímasetningar á hlaupum inn fyrir og slúttar eins og ég veit ekki hvað."

Einar Örn Jónsson sagði: „Hann er að þroksast og verða reyndari. Hann er að nýta fleiri hluti en hraðann. Hann er samt fljótari en flestir þó að það sé farið að hægjast á honum. Þegar fólk tapar sjón þá eflist heyrnin. Hann er að missa hraða en þá bætir hann aðra þætti."

Hér að neðan má hlusta á spjallið við Einar og Einar.
Enski boltinn - Breytt staða hjá Arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner