Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 09. september 2020 19:49
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Þórdís: Mikill munur á liðinu
Kvenaboltinn
Þórdís átti tvær stoðsendingar gegn ÍBV í kvöld.
Þórdís átti tvær stoðsendingar gegn ÍBV í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liðsheild, barátta, við ætluðum okkur að taka þessi þrjú stig. Áttum skíta leik í síðustu umferð , vorum að þétta okkur og unnum bara baráttuna og kláruðum færin sem við fengum, sagði Þórdís eftir 3-0 sigur gegn ÍBV í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 ÍBV

Stutt er síðan KR mætti FH og tapaði þar 4-2 í botnbaráttu slag en það var allt annað að sjá liðið hér í kvöld. Hvað fannst Þórdísi vera helsta breytingin á liðinu?

Varnarleikur og að vinna fyrir hvor aðra, við vorum að berjast mjög vel. Ég er ótrúlega ánægð með stelpurnar að við stígum upp. Það eru þrír dagar síðan síðasti leikur þar sem við töpum og það getur verið erfitt að mótivera sig þegar það er mikið af meiðslum og mikið álag. Það var mikill munur á liðinu, vorum að hlaupa fyrir hvor aðra og berjast fyrir hvor aðra.

Þórdís átti tvær stoðsendingar í leiknum en vildi ekki taka mikið kredit fyrir sýna frammistöðu.

Já mína frammistöðu og stelpnanna, ég tek ekkert endilega credit fyrir þetta að vera með tvær stoðsendingar. Það er alltaf gaman að standa sig vel í leik og geta gert eitthvað gott fyrir liðsfélagana.

Þetta er fínt fyrir okkur, þá eigum við þrjá leiki inni og það er bara að halda áfram og horfa á næsta leik, ekkert að vera að horfa á alla leikina sem eftir eru og taka þrjú stig, sagði Þórdís um stöðu liðsins en KR liðið hefur ítrekað þurft að fara í sóttkví í sumar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner