Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mið 09. september 2020 19:49
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Þórdís: Mikill munur á liðinu
Kvenaboltinn
Þórdís átti tvær stoðsendingar gegn ÍBV í kvöld.
Þórdís átti tvær stoðsendingar gegn ÍBV í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liðsheild, barátta, við ætluðum okkur að taka þessi þrjú stig. Áttum skíta leik í síðustu umferð , vorum að þétta okkur og unnum bara baráttuna og kláruðum færin sem við fengum, sagði Þórdís eftir 3-0 sigur gegn ÍBV í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 ÍBV

Stutt er síðan KR mætti FH og tapaði þar 4-2 í botnbaráttu slag en það var allt annað að sjá liðið hér í kvöld. Hvað fannst Þórdísi vera helsta breytingin á liðinu?

Varnarleikur og að vinna fyrir hvor aðra, við vorum að berjast mjög vel. Ég er ótrúlega ánægð með stelpurnar að við stígum upp. Það eru þrír dagar síðan síðasti leikur þar sem við töpum og það getur verið erfitt að mótivera sig þegar það er mikið af meiðslum og mikið álag. Það var mikill munur á liðinu, vorum að hlaupa fyrir hvor aðra og berjast fyrir hvor aðra.

Þórdís átti tvær stoðsendingar í leiknum en vildi ekki taka mikið kredit fyrir sýna frammistöðu.

Já mína frammistöðu og stelpnanna, ég tek ekkert endilega credit fyrir þetta að vera með tvær stoðsendingar. Það er alltaf gaman að standa sig vel í leik og geta gert eitthvað gott fyrir liðsfélagana.

Þetta er fínt fyrir okkur, þá eigum við þrjá leiki inni og það er bara að halda áfram og horfa á næsta leik, ekkert að vera að horfa á alla leikina sem eftir eru og taka þrjú stig, sagði Þórdís um stöðu liðsins en KR liðið hefur ítrekað þurft að fara í sóttkví í sumar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir