Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mið 09. september 2020 19:49
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Þórdís: Mikill munur á liðinu
Kvenaboltinn
Þórdís átti tvær stoðsendingar gegn ÍBV í kvöld.
Þórdís átti tvær stoðsendingar gegn ÍBV í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liðsheild, barátta, við ætluðum okkur að taka þessi þrjú stig. Áttum skíta leik í síðustu umferð , vorum að þétta okkur og unnum bara baráttuna og kláruðum færin sem við fengum, sagði Þórdís eftir 3-0 sigur gegn ÍBV í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 ÍBV

Stutt er síðan KR mætti FH og tapaði þar 4-2 í botnbaráttu slag en það var allt annað að sjá liðið hér í kvöld. Hvað fannst Þórdísi vera helsta breytingin á liðinu?

Varnarleikur og að vinna fyrir hvor aðra, við vorum að berjast mjög vel. Ég er ótrúlega ánægð með stelpurnar að við stígum upp. Það eru þrír dagar síðan síðasti leikur þar sem við töpum og það getur verið erfitt að mótivera sig þegar það er mikið af meiðslum og mikið álag. Það var mikill munur á liðinu, vorum að hlaupa fyrir hvor aðra og berjast fyrir hvor aðra.

Þórdís átti tvær stoðsendingar í leiknum en vildi ekki taka mikið kredit fyrir sýna frammistöðu.

Já mína frammistöðu og stelpnanna, ég tek ekkert endilega credit fyrir þetta að vera með tvær stoðsendingar. Það er alltaf gaman að standa sig vel í leik og geta gert eitthvað gott fyrir liðsfélagana.

Þetta er fínt fyrir okkur, þá eigum við þrjá leiki inni og það er bara að halda áfram og horfa á næsta leik, ekkert að vera að horfa á alla leikina sem eftir eru og taka þrjú stig, sagði Þórdís um stöðu liðsins en KR liðið hefur ítrekað þurft að fara í sóttkví í sumar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner