Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. september 2021 09:44
Elvar Geir Magnússon
Flugvél Þýskalands þurfti óvænt að lenda í Skotlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Flugvél þýska landsliðsins þurfti óvænt að lenda í Edinborg í Skotlandi þegar hún var á leið frá Íslandi í nótt.

Fljótlega eftir 4-0 sigurinn gegn Íslandi þá hélt þýska liðið af landinu og átti að fljúga beint til Frankfurt en heimferðin gekk ekki eins þægilega fyrir sig og leikurinn.

Flugvélin lenti í einhverjum vandræðum og tók óvænt snarpa beygju yfir Skotlandi og lenti í skosku höfuðborginni klukkan 3 í nótt.

Ekki er vitað hvað kom upp varðandi flugvélina en hún var yfirfarin við lendingu.

Í tilkynningu frá þýska landsliðinu sem kom á Twitter í morgun er sagt að hópurinn sé í góðu yfirlæti og öllum líði vel. Öryggi sé forgangsatriði og því hafi verið ákveðið að lenda í Skotlandi.

Önnur flugvél er á leiðinni til Skotlands til að ná í hópinn og koma honum til Þýskalands.


Athugasemdir
banner
banner
banner