Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 09. september 2021 16:12
Elvar Geir Magnússon
Leiðin til Katar - Undankeppni HM hálfnuð og svona er staðan
Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins.
Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins.
Mynd: EPA
Pedri, miðjumaðurinn ungi í spænska landsliðinu.
Pedri, miðjumaðurinn ungi í spænska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Ítalska landsliðið getur ekki tapað.
Ítalska landsliðið getur ekki tapað.
Mynd: Getty Images
Frakkar tróna á toppi D-riðils.
Frakkar tróna á toppi D-riðils.
Mynd: EPA
Danir hafa unnið alla leikina sína og ekki fengið á sig mark.
Danir hafa unnið alla leikina sína og ekki fengið á sig mark.
Mynd: Getty Images
Memphis Depay fagnar.
Memphis Depay fagnar.
Mynd: EPA
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: EPA
Manuel Neuer markvörður Þýskalands.
Manuel Neuer markvörður Þýskalands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undankeppnin HM í Evrópu er hálfnuð en barist er um sæti á HM í Katar. Danmörk hefur unnið alla leiki sína og Armenía situr í öðru sæti í riðli okkar Íslendinga.

Þrettán Evrópulönd verða á HM á næsta ári, þar af eru sigurvegararnir í riðlunum tíu. Hin þrjú liðin koma úr hópi þeirra sem enda í öðru sæti og þeirra sem eru hæst skrifuð í Þjóðadeildinni en hafa ekki komist áfram. Þau tólf lið keppa í sérstöku umspili.

Keppnisdagarnir sem eru eftir:
Umferð 7: 8. - 9. október
Umferð 8: 11. - 12. október
Umferð 9: 11. - 13. nóvember
Umferð 10: 14. - 16. nóvember

A-riðill:
1. Portúgal 13 stig (5 leikir)
2. Serbía 11 stig (5)
3. Lúxemborg 6 stig (4)
4. Írland 2 stig (5)
5. Aserbaidsjan 1 stig (5)

Portúgal er á toppi riðilsins og eina liðið sem hefur ekki tapað. Serbía hefði verið með jafnmörg stig hefði liðið ekki fengið á sig mark seint í leiknum gegn Írlandi.

B-riðill:
1. Spánn 13 stig (6 leikir)
2. Svíþjóð 9 stig (4)
3. Grikkland 6 stig (4)
4. Kosóvó 4 stig (5)
5. Georgía 1 stig (5)

Spánverjar tróna á toppi B-riðils með þrettán stig úr sex leikjum. Þeir hafa spilað tveimur leikjum meira en Svíþjóð og Grikkland sem eru í öðru og þriðja sæti. Svíar misstu af dýrmætum stigum þegar þeir töpuðu 2-1 gegn Grikklandi.

C-riðill:
1. Ítalía 14 stig (6 leikir)
2. Sviss 8 stig (4)
3. Norður-Írland 5 stig (4)
4. Búlgaría 5 stig (5)
5. Litháen 0 stig (5)

Evrópumeistarar Ítalíu halda áfram á flugi og leiða C-riðil, þeir hafa farið í gegnum 37 leiki án þess að tapa. Sviss sem er í öðru sæti riðilsins hefur leikið tveimur leikjum minna en Ítalía.

D-riðill:
1. Fakkland 12 stig (6 leikir)
2. Úkraína 5 stig (5)
3. Finnland 5 stig (4)
4. Bosnía-Herzegovina 3 stig (4)
5. Kasakstan 3 stig (5)

Frakkland vann nauðsynlegan sigur gegn Finnlandi eftir að hafa spilað fimm landsleiki í röð án sigurs. Heimsmeistararnir eru sjö stigum á undan Úkraínu sem hefur leikið leik færra.

E-riðill:
1. Belgía 16 stig (6 leikir)
2. Tékkland 7 stig (5)
3. Wales 7 stig (4)
4. Hvíta-Rússland 3 stig (5)
5. Eistland 1 stig (4)

Belgía er á góðri leið með að tryggja sér sigur í E-riðli, fimm sigrar og eitt jafntefli. Tékkland er í öðru sæti með sjö stig en á leik til góða á Belgana.

F-riðill:
1. Danmörk 18 stig (6 leikir)
2. Skotland 11 stig (6)
3. Ísrael 10 stig (6)
4. Austurríki 7 stig (6)
5. Færeyjar 4 stig (6)
6. Moldóva 1 stig (6)

Danmörk hefur unnið alla leiki sína í undankeppninni til þessa, skorað 22 mörk og haldið marki sínu hreinu. Danir þurfa bara tvo sigra í viðbót til að tryggja sér sæti á HM.

G-riðill:
1. Holland 13 stig (6 leikir) +16 í markatölu
2. Noregur 13 stig (6) +7 í markatölu
3. Tyrkland 11 stig (6)
4. Svartfjallaland 8 stig (6)
5. Lettland 5 stig (6)
6. Gíbraltar 0 stig (6)

G-riðill er jafn og spennandi en Holland leiðir á markatölu eftir 6-1 sigur gegn Tyrklandi. Noregur er í öðru sæti og þrátt fyrir skellinn gegn Hollendingum eru Tyrkir svo sannarlega með í baráttunni.

H-riðill:
1. Króatía 13 stig (6 leikir) +7 í markatölu
2. Rússland 13 stig (6) +6 í markatölu
3. Slóvakía 9 stig (6)
4. Slóvenía 7 stig (6)
5. Malta 4 stig (6)
6. Kýpur 4 stig (6)

Króatía leiðir H-riðil með betri markatölu en Rússland. Króatar unnu 3-0 sigur gegn Slóveníu í síðasta leik sínum.

I-riðill:
1. England 16 stig (6 leikir)
2. Albanía 12 stig (6)
3. Pólland 11 stig (6)
4. Ungverjaland 10 stig (6)
5. Andorra 3 stig (6)
6. San Marínó 0 stig (6)

England hafði unnið alla leiki sína í I-riðli áður en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Póllandi. Pólverjar skoruðu í blálokin og stigið gæti orðið gulls ígildi þegar talið verður upp úr pottunum í lokin. Það stefnir í þriggja liða einvígi um annað sætið.

J-riðill:
1. Þýskaland 15 stig (6 leikir)
2. Armenía 11 stig (6)
3. Rúmenía 10 stig (6)
4. Norður-Makedónía 9 stig (6)
5. Ísland 4 stig (6)
6. Liechtenstein 1 stig (6)

Þýskaland er á toppi riðils okkar Íslendinga en allt er galopið í baráttu um annað sætið. Möguleikar Íslands eru ekki úr sögunni, það er hægt að halda í fjarlægja von.
Athugasemdir
banner