Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. september 2021 07:30
Hafliði Breiðfjörð
Ólöglegar veðmálaauglýsingar á Laugardalsvelli í gær
Auglýsing bwin á Laugardalsvelli í gær.
Auglýsing bwin á Laugardalsvelli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þau sem sóttu leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022 í gærkvöldi tóku eflaust eftir því að umstang var mun meira en vanalega á landsleik.

Leikurinn var framleiddur í tveimur sjónvarpsútsendingum, annars vegar hefðbundin útsending RÚV úr nýju stúkunni en auk þess var þýska sjónvarpið með eigin útsendingu úr gömlu stúkunni.

Ástæðan ku hafa verið sú að þeir þýsku vildu hafa aðrar augýsingar á vellinum í sinni útsendingu en vegna þess var búið að koma upp auka auglýsingaskiltum gegnt þeirri útsendingu, skilti sem allajafna sjást ekki á vellinum.

Ekki tókst þó betur upp en svo að ítrekað voru birtar auglýsingar frá bwin veðmálafyrirtækinu á skiltunum. Auglýsingar veðmálafyrirtækja eru bannaðar hér á landi og því ljóst að lög voru brotin á Laugardalsvelli í gær.

Þó er eflaust lítið að óttast því lögregla hefur ekki sinnt eftirliti með ólöglegum auglýsingum eins og henni ber að gera. Einungis Fjölmiðlanefnd hefur sinnt því að refsa fyrir slík brot en nefndin hefur aðeins eftirlit með fjölmiðlum sem eru skráðir hjá henni.
Athugasemdir
banner
banner