Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   mán 09. september 2024 15:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gary Martin að kveðja - „Takk fyrir mig Ísland"
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin setti inn færslu á Facebook-síðu sína í dag þar sem hann segir frá því að hann sé að flytja frá Íslandi og hans síðasti leikur hér á landi verði líklega um næstu helgi.

Gary er á láni hjá Víkingi Ólafsvík frá Selfossi út þetta tímabil og í kjölfarið rennur samningur hans út. Ólsarar eiga heimaleik gegn Kormáki/Hvöt næsta laugardag og þurfa að vinna þann leik til að eiga möguleika á því að komast upp í Lengjudeildina.

„Eftir meira en tíu ár er komið að því að flytja aftur til Englands og spila þar í vetur,“ skrifar Gary. „Það gæti verið að ég komi aftur á næsta ári (á láni næsta sumar) eða þá að þetta verði kveðjustund mín. (Það er allavega ekkert í hendi varðandi endurkomu).“

Enski framherjinn kom fyrst til Íslands árið 2010 og lék þá með ÍA. Hann hélt í kjölfarið til KR og hefur einnig leikið með Víkingi, Val, ÍBV, Selfossi og Víkingi Ólafsvík á ferli sínum hér á landi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Í færslunni þakkar Gary félögunum sem hann spilaði fyrir. Hann þakkar ÍA fyrir tækifærið að koma til Íslands 19 ára. „Án ÍA hefði ég ekki afrekað neitt."

Gary þakkar KR fyrir tækifærið að spila fyrir stærsta félagi landsins og vinna allt sem hægt er að vinna. Hann þakkar svo Víkingi Ólafsvík fyrir, því þar hafi hann náð að njóta fótboltans aftur og fengið löngun til að spila eitt tímabil í viðbót á Íslandi.

Hann þakkar leikmönnunum sem hann spilaði með fyrir, varnarmönnunum sem hann mætti fyrir alla bardagana, dómarana sem fengu allt tuðið frá honum og öllum þjálfurunum fyrir traustið.

Gary varð tvisvar Íslandsmeistari, bikarmeistari tvisvar, einu sinni meistari meistaranna, vann gullskóinn tvisvar og silfurskóinn einu sinni. Fyrir lokaleikinn sinn á Íslandi, í bili allavega, hefur Gary skorað 188 mörk og eru skráði KSÍ leikir 347 talsins. Á þessu tímabili hefur Gary skorað níu mörk í 17 deildarleikjum.

„Þetta hefði átt að verða miklu betra, en hefði getað orðið miklu verra (ekki slæmt fyrir krakka frá Firthmoor),“ skrifar Gary. „Takk fyrir mig Ísland, frábært land og frábært fólk."

Gary er 33 ára og er uppalinn hjá Middlesbrough. Hann fór á láni frá Boro til Ujpest árið 2010 en hélt í kjölfarið til Íslands og spilaði með ÍA. Erlendis hefur hann spilað með Hjörring, Lilleström, Lokeren, York og Darlington.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 22 16 3 3 51 - 27 +24 51
2.    Völsungur 22 13 4 5 50 - 29 +21 43
3.    Þróttur V. 22 13 3 6 58 - 33 +25 42
4.    Víkingur Ó. 22 12 6 4 50 - 30 +20 42
5.    KFA 22 11 2 9 52 - 46 +6 35
6.    Haukar 22 9 3 10 40 - 42 -2 30
7.    Höttur/Huginn 22 9 3 10 41 - 50 -9 30
8.    Ægir 22 6 7 9 29 - 35 -6 25
9.    KFG 22 6 5 11 38 - 43 -5 23
10.    Kormákur/Hvöt 22 5 4 13 19 - 42 -23 19
11.    KF 22 5 3 14 26 - 50 -24 18
12.    Reynir S. 22 4 3 15 28 - 55 -27 15
Athugasemdir
banner
banner
banner