Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 22:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
Hefði ekki dæmt markið af Frökkum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland var grátlega nálægt því að ná í stig á Prinsavöllum í París þegar Frakkar fóru með 2-1 sigur af hólmi. Andri Lucas Guðjohnsen kom boltanum í netið undir lok venjulegs leiktíma en það mark fékk ekki að standa, brot var dæmt á markaskorarann, eftir VAR skoðun, fyrir mjög lítið peysutog.

Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  1 Ísland

Mikið hefur verið rætt og ritað um markið og þetta hafði landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson að segja:

„Ef Frakkarnir hefðu skorað þetta þá hefði hann ekki dæmt þetta af, bara litla þjóðin á móti stóru þjóðinni, en það er bara eins og það er. Þetta er svekkjandi, við eigum skilið eitt stig hér, en fáum það ekki. Við ætlum að gera betur og ná í mjög góð úrslit í október. Októberglugginn er mikilvægur og þetta er í okkar höndum," sagði varnarmaðurinn.
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 2 2 0 0 4 - 1 +3 6
2.    Ísland 2 1 0 1 6 - 2 +4 3
3.    Úkraína 2 0 1 1 1 - 3 -2 1
4.    Aserbaísjan 2 0 1 1 1 - 6 -5 1
Athugasemdir
banner