KSÍ tilkynnti í dag Alfreð Finnbogason verði heiðraður fyrir leik Íslands og Wales fyrir feril sinn með landsliðinu.
Alfreð lagði landsliðsskóna á hilluna í ágúst eftir fimmtán ára feril. Hans fyrsti leikur var gegn Færeyjum en hans 73. og síðasti leikur var gegn Portúgal í nóvember í fyrra. Hann skoraði 18 mörk með landsliðinu og spilaði bæði á EM og HM.
Alfreð lagði landsliðsskóna á hilluna í ágúst eftir fimmtán ára feril. Hans fyrsti leikur var gegn Færeyjum en hans 73. og síðasti leikur var gegn Portúgal í nóvember í fyrra. Hann skoraði 18 mörk með landsliðinu og spilaði bæði á EM og HM.
Athöfnin mun eiga sér stað eftir að upphitun liðanna á Laugardalsvelli er lokið.
„Þetta verður gert eftir upphitun liðanna og vill KSÍ hvetja vallargesti til að mæta tímanlega og þakka Alfreð fyrir hans framlag til árangurs íslenska landsliðsins," segir í tilkynningu KSÍ.
Leikurinn gegn Wales hefst klukkan 18:45 á föstudagskvöld.
Athugasemdir