 
                                                                                            
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                „Það er ekki sjálfsagt að fylla völlinn tvo leiki í röð svo menn eru auðmjúkir. Þetta eykur bara á vonir og væntingar í að standa sig vel. Undirbúningur hefur gengið mjög vel, menn eru klárir og sjá möguleikana. Með góðum úrslitum á morgun erum við komnir í ansi vænlega stöðu og það eru bara allir klárir í bátana. Það eru allir heilir og ekki vesen á neinum," segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands.
Allir leikmenn íslenska hópsins æfðu í dag og engar breytingar hafa átt sér stað á upphaflega hópnum sem kynntur var í síðustu viku.
Ísland mætir Úkraínu á morgun og svo Frakklandi næsta mánudag í undankeppni HM. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli og uppselt á þá. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en það sæti gefur umspilssæti fyrir HM.
Þar sem allir eru heilir höldum við okkur við líklega byrjunarliðið sem við settum saman í síðustu viku, sama byrjunarlið og gegn Aserbaídsjan í síðasta glugga.
                                    
                
                                    Allir leikmenn íslenska hópsins æfðu í dag og engar breytingar hafa átt sér stað á upphaflega hópnum sem kynntur var í síðustu viku.
Ísland mætir Úkraínu á morgun og svo Frakklandi næsta mánudag í undankeppni HM. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli og uppselt á þá. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en það sæti gefur umspilssæti fyrir HM.
Þar sem allir eru heilir höldum við okkur við líklega byrjunarliðið sem við settum saman í síðustu viku, sama byrjunarlið og gegn Aserbaídsjan í síðasta glugga.

Landslið karla - HM 2026
		| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig | 
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 9 - 3 | +6 | 10 | 
| 2. Úkraína | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 7 | 
| 3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 9 | +2 | 4 | 
| 4. Aserbaísjan | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 11 | -9 | 1 | 
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
         
     
                                 
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        