Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 09. nóvember 2020 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Alexander-Arnold frá í fjórar vikur
Trent Alexander-Arnold verður frá í fjórar vikur
Trent Alexander-Arnold verður frá í fjórar vikur
Mynd: Getty Images
Enski hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold verður ekki með Liverpool næstu fjórar vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City í gær.

Alexander-Arnold haltraði af velli þegar um það bil klukkutími var búinn af leik Liverpool gegn Man City en James Milner kom inná í hans stað.

Það er ljóst að hann verður ekki með Liverpool næstu fjórar vikurnar en auk þess missti hann af þremur landsleikjum með Englandi.

Mikið álag er á leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni og er lítið frí á milli leikja en bæði Jürgen Klopp og Pep Guardiola ræddu þetta við fjölmiðla eftir leikinn í gær.

Þeir vilja að stjórnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar skipuleggi deildina betur og er þá vilji þeirra að fá fimm skiptingar í leik líkt og var leyft í lok síðasta tímabils. Evrópumót landsliða fer fram næsta sumar og vara þeir við því að meiðslum mun fjölga töluvert ef ekki verður gripið til aðgerða.


Athugasemdir
banner
banner