
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, rýndi í landsleik Íslands og Ungverjalands í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.
Ísland mætir Ungverjalandi næsta fimmtudag í hreinum úrslitaleik um sæti á EM næsta sumar. Leikurinn fer fram í Ungverjalandi.
Sigurbjörn byrjaði að tala um þetta sem 50/50 leik en svo þegar hann var búinn að ræða um leikinn í dágóða stund þá hallaðist hann að því að þetta yrði 51/49 leikur, Íslandi í hag.
„Ég von á því að við skiptum um þjálfara ef illa fer. Í upphafi samtalsins sagði ég 50/50 en ég er kominn inn á það að þetta sé svona 51/49 fyrir okkur," sagði Bjössi léttur.
„Maður þorir eiginlega ekki að hugsa um að við förum á þriðja stórmótið í röð. Það yrði með ólíkindum. Við erum samt svo nálægt því."
Hlusta má á allan útvarpsþáttinn í spilaranum hér að neðan.
Athugasemdir