Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 09. nóvember 2022 18:02
Brynjar Ingi Erluson
Bale fær ekki að spila golf í Katar
Mynd: Getty Images
Velski landsliðsmaðurinn Gareth Bale fær ekki að eyða frítíma sínum í Katar í að spila golf en þetta segir Rob Page, þjálfari velska landsliðsins.

Wales tryggði sig inn á HM með að vinna Úkraínu í umspilinu og er þetta því fyrsta mót liðsins í 64 ár.

Það er misjafnt hvernig menn nýta frítíma sinn á milli leikja en eitt er þó víst; það má ekki spila golf.

Golf er aðal áhugamál Bale og hefur það komið honum í vandræði á ferlinum. Spænskir fjölmiðlar efuðust hugarfar hans og sögðu hann setja golf í forgang fram yfir fótboltann.

Það varð svo allt vitlaust í Madríd eftir að Wales tryggði sig inn á EM sama ár en hann stóð þá fyrir aftan borða sem stóð á: „Wales. Golf. Madríd. Í þessari röð,“ .

Rob Page, þjálfari Wales, segir að það verði ekki í boði að spila golf í Katar.

„Það verður ekkert golf. Við erum að fara þangað til að vinna,“ sagði Page.

„Gareth, Kieffer Moore og Aaron Ramsey hafa í fyrri tíð komið að mér og spurt mig hvað planið sé næstu daga og hvort það séu einhverjir fundir. Þá hef ég yfirleitt svarað að svo sé ekki og boðið þeim að spila níu holur, en þá höfðum við viku til að undirbúa leiki. Í Katar verður ekki nægur tími því það er leikur á fjögurra daga fresti. Þetta er miskunnarlaust,“ sagði Page ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner