Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 10. janúar 2021 14:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho og 20,000 aðrir keypt miða á leikinn áhugaverða
Marine tekur á móti Tottenham í dag.
Marine tekur á móti Tottenham í dag.
Mynd: Getty Images
Mourinho keypti sér miða á leikinn.
Mourinho keypti sér miða á leikinn.
Mynd: Getty Images
Það verður vægast sagt athyglisverður leikur í enska FA-bikarnum á eftir. Tottenham tekur á móti Marine AFC sem er í áttundu efstu deild. Flautað verður til leiks klukkan 17:00.

Það hefur aldrei verið eins mikið bil á milli liða í deildarkeppni í sögu FA-bikarsins en í liði Marine eru meðal annars ruslastarfsmaður, kennari og pípari.

Sjá einnig:
Andstæðingar Tottenham fá hjálp frá Everton og Liverpool

Marine spilar á Rossett Park en þar komast aðeins 389 gestir í sæti, en í heildina rúmar völlurinn rúmlega 3,100. Því miður verða engir áhorfendur á leiknum en Marine ákvað samt sem áður að selja miða á leikinn til þess að fá tekjur frá honum.

Með því að kaupa miða ferðu í pottinn fyrir happadrætti. Stærstu verðlaunin í happadrættinu er tækifæri til að stýra liðinu í æfingaleik fyrir næsta tímabil. Jose Mourinho, stjóri Tottenham, keypti miða en hann getur því miður ekki stýrt liðinu ef hann vinnur stóru verðlaunin.

„Ég get ekki gert það því við verðum með okkar undirbúningstímabil," sagði Mourinho sem keypti miða.

Mourinho er ekki sá eini sem er búinn að kaupa miða því alls hafa meira en 20 þúsund gert það. Frábær tíðindi og góðar tekjur fyrir félagið sem mun einnig græða á því að leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu.

Hér á landi verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst hann eins og áður segir klukkan 17:00.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner