Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   þri 10. janúar 2023 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hákon Arnar stoltur af áhuga RB Salzburg - „Risa félag"
Mynd: Getty Images

Hákon Arnar Haraldsson leikmaður FC Kaupmannahafnar er farinn að vekja athygli stórra liða en það var greint frá því í upphafi árs að Red Bull Salzburg hefði áhuga á þessum 19 ára gamla Íslendingi.

Hákon hefur leikið 38 leiki og skorað fimm mörk á tveimur tímabilum með FCK og þá hefur hann leikið 7 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.


Hákon ræddi við heimasíðu FCK um áhuga Salzburg og hvort hann hefði áhuga á að fara þangað.

„Ég er ánægður með að fólk fylgist með mér, Salzburg er risa félag en ég er ánægður hjá FCK núna. Ég hugsa ekki mikið um það, ég hugsa bara um að æfa með FCK," sagði Hákon.

Hann ítrekaði það að hann væri bara að einbeita sér af FCK en hann væri mjög stoltur af áhuganum og umboðsmaðurinn hans sjái alfarið um þau mál þessa stundina.


Athugasemdir
banner
banner
banner