Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   mán 10. febrúar 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Njarðvík fær leikmenn frá Kára og Árbæ (Staðfest)
Bartosz í leik með Árbæ í fyrra.
Bartosz í leik með Árbæ í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík er búið að krækja í tvo nýja leikmenn sem eiga að breikka leikmannahópinn fyrir næstu leiktíð í Lengjudeild karla.

Njarðvík endaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra og rétt missti af umspilssæti þar sem munaði aðeins tveimur stigum á Njarðvíkingum og ÍR-ingum sem voru í fimmta sæti.

Njarðvíkingar vonast til að Bartosz Matoga og Ýmir Hjálmsson komi til með að hjálpa liðinu í sumar.

Markvörðurinn Bartosz Matoga er fæddur 2002 og kemur til Njarðvíkur úr röðum Árbæjar. Bartosz var mikilvægur hlekkur í liði Árbæinga í 3. deildinni í fyrra og stóð sig frábærlega á milli stanganna.

Ýmir er fæddur 2005 og spilaði 5 leiki með Kára í 3. deildinni í fyrra.

Ýmir er alinn upp á Skaganum en flutti á Selfoss 2023 og var þar í rúmt ár áður en hann snéri aftur á Akranes.
Athugasemdir
banner
banner