Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 10. apríl 2020 12:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sex stjórnarmenn Barcelona segja af sér og vilja kosningar
Bartomeu er umdeildur.
Bartomeu er umdeildur.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Barcelona tóku á sig stóra launalækkun svo að starfsfólk félagsins gæti fengið áfram borgað.
Leikmenn Barcelona tóku á sig stóra launalækkun svo að starfsfólk félagsins gæti fengið áfram borgað.
Mynd: Getty Images
Ástandið er ekki eins og best er kosið hjá Barcelona. Sex aðilar í stjórn félagsins sögðu af sér í morgun.

Tveir af fjórum varaforsetum félagsins, Emili Rousaud og Enrique Tombas, hættu í starfi sínu ásamt stjórnarfólkinu Silvio Elias, Josep Pont, Jordi Calsamiglia og Maria Texidor.

Í bréfi til stuðningsmanna beindi stjórnarfólkið spjótum sínum að forsetanum Josep Maria Bartomeu. Þá kemur einnig fram að þau sem hættu efast um það að stjórnin sé hæf til þess að takast á við mögulegar flækjur í störfum félagsins vegna kórónuveirunnar.

Þau vilja að það verði forsetakosningar sem fyrst og gagnrýna þau ákvörðun félagsins að ráða fyrirtæki til að búa til reikninga á samfélagsmiðlum sem höfðu það að leiðarljósi að bæta orðspor forsetanss og stjórnar félagsins.

Sjá einnig:
Forseti Barcelona: Þetta er ekki rétt

„Okkar síðasta verk hjá félaginu er að mæla með kosningum sem fyrst svo að félagið geti verið rekið á besta mögulega hátt og tekist á við mikilvægar áskoranir í náinni framtíð," sagði í bréfinu.

Barcelona hefur unnið átta af síðustu 11 meistaratitlum á Spáni og var liðið á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar þegar hlé var gert á deildinni vegna kórónuveirunni. Leikmenn Barcelona gerðu samkomulag við félagið um stóra launaskerðingu í kjölfar heimsfaraldursins svo hægt væri að halda starfsfólki félagsins áfram. Eftir að hafa tekið á sig skerðingu í launum þá gagnrýndu leikmenn stjórn félagsins.

Í frétt frá Daily Mail segir að Barcelona hafi ætlað að nýta sér úrræði stjórnvalda á Spáni við að hjálpa við að greiða laun. Á meðan hafa Messi og aðrir leikmenn verið málaðir í vondu ljósi.

Bartomeu á ekki möguleika á því að bjóða sig aftur fram sem forseti Barcelona þar sem hann hefur nú þegar setið í kjörtímabil. Hann hefur verið forseti félagsins frá 2014
Athugasemdir
banner
banner