Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. apríl 2022 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistarakeppni KSÍ: Víkingar bæta titli í safnið
Erlingur gerði sigurmarkið.
Erlingur gerði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 1 - 0 Breiðablik
1-0 Erlingur Agnarsson ('23 )
Rautt spjald: Pablo Oshan Punyed Dubon, Víkingur R. ('57)
Lestu um leikinn

Íslands- og bikarmeistarar Víkings bættu titli í sitt safn í kvöld er þeir höfðu betur í leik gegn Breiðablik í Meistarakeppni KSÍ.

Í leiknum mætast liðin sem urðu Íslandsmeistarar og bikarmeistarar á síðustu leiktíð. Víkingar tóku báða titlana og því spiluðu þeir við liðið sem hafnaði í öðru sæti efstu deildar, Breiðablik.

Það er búist við því að bæði þessi lið verði í titilbaráttunni í sumar og því var þetta fróðlegur leikur að sjá þegar svona stutt er í mót.

Víkingar byrjuðu betur og snemma leiks kallaði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, eftir því að sínir menn færu að vakna. Á 23. mínútu komust Víkingar yfir.

„Boltinn settur upp í vinstra hornið fyrir Helga að elta, hann hefur betur við Höskuld, lítur upp sér Erling í hlaupinu á nærstöng og setur hann fast með jörðinni fyrir fætur Erlings sem skilar boltanum í netið," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu þegar Erlingur Agnarsson skoraði fyrir Víkinga.

Staðan var 1-0 í hálfleik og var það sanngjarnt. Á 57. mínútu dró til tíðinda þegar Pablo Punyed, leikmaður Víkinga, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að tækla Viktor Karl Einarsson.

Víkingar voru því einum færri í meira en hálftíma, en þetta var ekki dagur Blika og tókst Íslands- og bikarmeisturunum ætlunarverk sitt - að vinna leikinn. Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, varði einu sinni mjög vel þegar Kristinn Steindórsson átti tilraun, en annars fengu Blikar ekki mörg góð færi.

Lokatölur 1-0 og það eru Víkingar sem eru meistarar meistaranna þetta árið.
Athugasemdir
banner
banner