Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mið 10. apríl 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
„Það var ekki hægt að taka augun af þessum leik“
Real Madrid og Man City áttust við í mögnuðum leik í gær.
Real Madrid og Man City áttust við í mögnuðum leik í gær.
Mynd: Getty Images
Það var algjör fótboltaveisla á Bernabeu í gær þegar Real Madrid og Manchester City gerðu 3-3 jafntefli í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Gríðarleg gæði, frábær tilþrif og stórkostleg mörk.

„Þetta var Classico Evrópufótboltans. Þetta var í fjórða sinn sem þessi lið mætast á fimm árum og enn ein svakalega viðureignin á milli þeirra. Að mínu mati eru þetta tvö bestu liðin í keppninni," segir Guillem Balague, einn virtasti sérfræðingur Evrópufótboltans.

„Við fengum að sjá tvær ólíkar leiðir til að sækja, Real Madrid með sínar hröðu sóknir og lið Pep Guardiola með meiri þolinmæði. Það var ekki hægt að taka augun af þessum leik."

„Leikmennirnir fengu að njóta sín, þeir voru ekki niðurnjörvaðir í taktík og það gerði leikinn óútreiknanlegri og fallegri. Real Madrid virtist skorta orku í lokin og það verður gríðarlega erfitt fyrir liðið að vinna á Etihad vellinum. Það er svo mikil yfirvegun í þessu Manchester City liði og það heldur ró sinni þó hlutirnir séu ekki að ganga."
Athugasemdir
banner
banner
banner