Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. júlí 2022 13:00
Fótbolti.net
„Ég held að hún sé með betri miðvörðum í heimi"
Icelandair
Glódís á æfingu í gær.
Glódís á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir er líklega mikilvægasti leikmaður Íslands á Evrópumótinu sem er framundan.

Ísland hefur leik á mótinu með leik gegn Belgíu í dag.

Farið var yfir líklegt byrjunarlið Íslands í fyrsta leik í EM Innkastinu í síðasta viku. Voru Elvar Geir, Guðmundur Aðalsteinn og Sæbjörn Steinke að það væri minnsta spurningin hvaða tveir leikmenn myndu spila í miðverði.

„Guðrún og Glódís eru búnar að ná ótrúlega vel saman," sagði Guðmundur.

„Þær eru báðar að spila í toppliðum í Evrópu og eru ótrúlega góðar."

Glódís, sem leikur með þýska stórveldinu Bayern München, hefur leikið yfir 100 landsleiki og er á leið á sitt þriðja stórmót þrátt fyrir að vera bara 27 ára.

„Glódís er sennilega okkar besti leikmaður," sagði Sæbjörn og tók Guðmundur undir það. „Hún er okkar mikilvægasti leikmaður á þessu móti, held ég. Ég held að hún sé með betri miðvörðum í heimi. Ef þú myndir gera topp tíu lista, þá væri hún alltaf þar inni."

„Það er klárt," sagði Sæbjörn en hægt er að hlusta á allt Innkastið hér fyrir neðan.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
EM Innkastið - McLeigubíll, lífið í Crewe og byrjunarlið Íslands
Athugasemdir
banner
banner