
Íslenska kvennalandsliðið tapaði öllum sínum leikjum á Evrópumótinu 2025. Þær töpuðu í kvöld sannfærandi gegn liði Noregs sem hvíldi sínar helstu stjörnur.
Segja má að Ísland hafi spilað mjög vel fyrstu fimm mínúturnar og 57 sekúndurnar en svo nánast ekki söguna meir. Við áttum eiginlega ekki séns gegn varamönnum Noregs, því miður. Það kom smá kraftur í lokin og við minnkuðum muninn en það breytti litlu upp á úrslitin að gera.
Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.
Segja má að Ísland hafi spilað mjög vel fyrstu fimm mínúturnar og 57 sekúndurnar en svo nánast ekki söguna meir. Við áttum eiginlega ekki séns gegn varamönnum Noregs, því miður. Það kom smá kraftur í lokin og við minnkuðum muninn en það breytti litlu upp á úrslitin að gera.
Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - 5
Gat lítið gert í mörkunum, kannski aðeins betur í fjórða markinu. Er ein af sárafáum leikmönnum liðsins sem getur verið ánægð með sína frammistöðu á þessu móti.
Guðrún Arnardóttir - 4
Var oft á tíðum of passív í varnarleiknum. Mér fannst hún eiga að gera betur í aðdraganda hornspyrnunnar í fyrsta markinu. Ekkert í gangi sóknarlega.
Glódís Perla Viggósdóttir - 3
Fyrirliðinn hefur oftast átt betri leiki í hjarta varnarinnar. Líklega með hennar slakari landsleikjum, jafnvel sá slakasti. Náði ekki að loka í öðru markinu og það var spilað í kringum hana í þriðja markinu. Fjórða markið var líka spurningamerki. Ólík sjálfri sér en skoraði úr vítinu í lokin.
Ingibjörg Sigurðardóttir - 3
Gekk illa að koma boltanum frá sér og komu tvö mörk út frá slökum sendingum úr vörninni. Vondur dagur fyrir Ingibjörgu.
Sædís Rún Heiðarsdóttir - 4
Fyrsti byrjunarliðsleikurinn á EM. Hefði örugglega viljað gera meira sóknarlega og var 'shaky' varnarlega.
Alexandra Jóhannsdóttir - 5
Það var mikill kraftur í Alexöndru í byrjun leiksins og hún átti stóran þátt í markinu sem Ísland skorar. Dró af henni eins og öllu íslenska liðinu.
Hildur Antonsdóttir - 4
Hildur gerði vel í byrjun leiksins en það dró af henni svo og hún átti ekki sinn besta dag. Var ekki að einvígið á miðsvæðinu.
Sveindís Jane Jónsdóttir - 7
Hennar langbesti leikur á mótinu. Hún skoraði gott mark og var óheppin að bæta ekki við öðru. Var líka óheppin að leggja ekki upp þegar Katla fékk dauðafæri en hún lagði svo upp þegar Hlín skoraði í lokin. Maður sá það á henni að henni langaði þetta rosalega mikið.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 3
Átti ágætis spilkafla í fyrri hálfleik en sást lítið í seinni hálfleiknum og var í raun varla með. Hefur verið svolítið saga mótsins að við höfum ekki náð að koma henni inn í leikina. Mót sem hún vill örugglega helst gleyma.
Katla Tryggvadóttir - 4
Fékk tækifæri til að byrja og náði ekki alveg að sýna sínar bestu hliðar. Virkaði smá stressuð í byrjun leiksins og fór illa með dauðafæri. Klikkaði í dekkningu í fyrsta markinu.
Sandra María Jessen - 4
Komst lítið í takt við leikinn. Gerði vel í pressunni í byrjun leiksins en svo sást hún lítið.
Varamenn:
Dagný Brynjarsdóttir - 5
Agla María Albertsdóttir - 5
Amanda Andradóttir - 5
Hlín Eiríksdóttir - 7
Aðrar spiluðu ekki nóg til að fá einkunn
Athugasemdir