Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 10. ágúst 2021 12:00
Fótbolti.net
Lið 16. umferðar - Höskuldarviðvörun
Höskuldur skoraði tvö gegn Stjörnunni.
Höskuldur skoraði tvö gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil berger í leiknum gegn Val.
Emil berger í leiknum gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
16. umferð Pepsi Max-deildarinnar var að mestu spiluð á sunnudag en umferðinni lauk í gær þegar Breiðablik vann 3-1 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ.

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika skoraði tvö af mörkum Kópavogsliðsins og er í úrvalsliðinu, líkt og Viktor Karl Einarsson og markvörðurinn Anton Ari Einarsson sem hafa átt virkilega gott sumar.



Íslandsmeistarar Vals mættu í Breiðholtið og töpuðu 0-1 fyrir Leikni þar sem Manga Escobar skoraði sigurmarkið en Daníel Finns Matthíasson átti stoðsendinguna á Kólumbíumanninn. Sænski miðjumaðurinn Emil Berger heldur áfram að leika frábærlega fyrir Leiknismenn og Sigurður Heiðar Höskuldsson er valinn þjálfari umferðarinnar í fjórða sinn í sumar.

Rodrigo Gomes Mateo skoraði tvö mörk fyrir KA þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Víkingi og Kennie Chopart var maður leiksins þegar KR og FH gerðu 1-1 jafntefli á Meistaravöllum. Þá var Nacho Heras, varnarmaður Keflavíkur, maður leiksins í 1-1 jafntefli gegn Fylki.

Skagamenn unnu frábæran 4-1 sigur gegn HK-ingum í bardaga tveggja neðstu liða deildarinnar. Ísak Snær Þorvaldsson og Alex Davey eru í úrvalsliðinu en breski miðvörðurinn er valinn í þriðja sinn.

Sjá einnig:
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner