Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 27. júlí 2021 09:10
Innkastið
Lið 14. umferðar - Nikolaj í fjórða sinn í liðinu
Nikolaj Hansen.
Nikolaj Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon.
Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
14. umferð Pepsi Max-deildarinnar lauk í gær og hér má sjá úrvalslið umferðarinnar í boði Domino's.

KR lék listir sínar og átti sína bestu frammistöðu á tímabilinu þegar liðið rúllaði yfir Fylki 4-0. Sigurinn hefði getað orðið stærri. Stefán Árni Geirsson var sífellt hættulegur og var valinn maður leiksins en Atli Sigurjónsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson eru líka valdir í úrvalsliðið.

Þá er Rúnar Kristinsson þjálfari umferðarinnar.



Steven Lennon skoraði þrennu í 3-0 útisigri FH gegn ÍA. Hinn ungi Baldur Logi Guðlaugsson átti einnig virkilega góðan leik og er í úrvalsliðinu.

Áhugaverðustu úrslitin urðu í Keflavík þar sem heimamenn unnu ótrúlegan 2-0 sigur gegn Breiðabliki. Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur var maður leiksins og þá skoraði Joey Gibbs fyrra mark Keflvíkinga og er í liði umferðarinnar.

Víkingar halda áfram að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en þeir unnu dapra Stjörnumenn 3-2. Nikolaj Hansen heldur áfram að raða inn mörkum og skoraði tvö af mörkum Víkinga og þá fær Atli Barkarson einnig sæti í liðinu.

Valur vann 3-0 útisigur gegn HK í Kórnum þar sem Birkir Heimisson var valinn maður leiksins og Ásgeir Sigurgeirsson skoraði sigurmark KA gegn Leikni á Domusnova-vellinum í Breiðholti.

Sjá einnig:
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Innkastið - KR lék sér að bráðinni og ótrúleg úrslit suður með sjó
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner