Wilfred Zaha, leikmaður Galatasaray, hefur verið orðaður við endurkomu í Crystal Palace en eins og staðan er í dag er ólíklegt að það gerist. Hann hefur ákveðið að ekki ganga í raðir Palace á ný.
Leicester City, nýlliðar í ensku úrvalsdeildinni, hafa hins vegar áhuga á kantmanninum og eru viðræður strax byrjaðar. Zaha er talinn vera áhugasamur um að ganga til liðs við Refina en hann er ofarlega á óskalista Steve Cooper, stjóra Leicester.
Leicester eru þá einnig að skoða Bilal Toure, framherja Atalanta. Refirnir eru í leit af framherja og er að talið líklegt að Toure og Zaha endi á King Power vellinum.
Leicester fóru upp um deild í ár eftir að hafa unnið Championshp deildina á seinasta tímabili með einu stigi. Enzo Maresca, þáverandi stjóri Leicester, samdi við Chelsea eftir tímabilið og félagið réði Steve Cooper inn sem nýja stjóra liðsins. Cooper hefur verið að mála hjá Nottingham Forrest og Swansea áður á ferlinum.