Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 10. september 2020 19:14
Kristófer Jónsson
Rúnar Páll: Alltaf svekkelsi að tapa
Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson, þjálfarar Stjörnunnar.
Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson, þjálfarar Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, annar af þjálfurum Stjörnunnar, var að vonum svekktur eftir 3-0 tap sinna manna gegn FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.

„Það er alltaf svekkelsi að tapa. Mér fannst við spila þennan leik vel framan af í fyrri hálfleik þrátt fyrir að lenda 2-0 undir. Fáum á okkur tvö mörk sem að við gerum ekki nógu vel í." sagði Rúnar Páll eftir leikinn.

Lestu um leikinn: FH 3 -  0 Stjarnan

Eins og fyrr segir unnu FH-ingar leikinn 3-0 og voru heilt yfir betri í leiknum.

„Við þurfum að fækka þessum litlu mistökum sem að þar sem að við fáum á okkur mörk. Svo hefðum við getað gert betur með að skora mörk í fyrri hálfleik."

Það var mikil harka í þessum leik og mikið af vafaatriðum. Stjörnumenn vildu fá rangstöðu í fyrsta marki FH.

„Þetta virkar tæpt í sjónvarpi og það er staðreynd að Daníel er seinn að stíga út. Svo fáum við annað markið á okkur í blálokin þegar að Alex gefur ranga sendingu. Við gerðum illa í því." sagði Rúnar Páll.

Nánar er rætt við Rúnar Pál í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner