Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   lau 10. september 2022 18:25
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Þeir hjálpuðu okkur yfir línuna
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara frábært. Þetta er akkurat það sem við lögðum upp með að vinna í dag og bara ótrúlega ánægjulegt þótt þetta hafi verið svolítið sérstakur leikur. En mér fannst við standa okkur nokkuð vel og þá sér í lagi í byrjun leiks.“
Sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur eftir 4-3 sigur hans manna á HK í síðasta heimaleik sínum þetta sumarið um sigurinn.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  3 HK

Sigurinn í dag færði Grindvíkingum þrjú stig sem færa liðið ögn ofar í töfluna en liðið sat í tiunda sæti deildarinnar fyrir leiki dagsins. Önnur þrjú stig gætu komið til liðsins í vikunni þegar ákvörðun KSÍ í máli félagsins gegn Selfoss liggur fyrir en lið Selfoss telfdi fram ólöglegum leikmanni í leik liðanna á dögunum. Náist svo sigur í lokaleik tímabilsins gæti lið Grindavíkur klifrað svo hátt sem í fjórða sætið verði önnur úrslit þeim hagstæð.

„Ég veit ekki hvernig leikirnir fóru í dag en ef allt á að vera rétt eigum við að taka sex stig á næstu dögum, þessi þrjú og svo þegar það verður dæmt fáum við örugglega þrjú stig þar. Það er svo einn leikur eftir gegn Gróttu á gervigrasi og verður það spennandi leikur miðað við hvernig síðasti leikur fór hjá okkur.“

Það sem stendur upp úr fyrir fréttaritara að þessum leik loknum er ekki leikurinn sjálfur úti á velli eða úrslit leiksins sem slík heldur öflugur stuðningur úr stúkunni Grindavíkurmegin. Nokkuð sem lítið hefur verið um að undanförnu.

„Það var ótrúlega gaman að sitja á bekknum og hlusta á þessa snillinga í Stinningskalda og GG sem eiga gott kvöld framundan skilst mér á lokahófi. Kĺárt mál að þeir hjálpuðu okkur yfir línuna. Það var frábært að sjá stemmingu á þessum fallega velli eins og hún var í dag.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner