Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   lau 10. september 2022 18:25
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Þeir hjálpuðu okkur yfir línuna
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara frábært. Þetta er akkurat það sem við lögðum upp með að vinna í dag og bara ótrúlega ánægjulegt þótt þetta hafi verið svolítið sérstakur leikur. En mér fannst við standa okkur nokkuð vel og þá sér í lagi í byrjun leiks.“
Sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur eftir 4-3 sigur hans manna á HK í síðasta heimaleik sínum þetta sumarið um sigurinn.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  3 HK

Sigurinn í dag færði Grindvíkingum þrjú stig sem færa liðið ögn ofar í töfluna en liðið sat í tiunda sæti deildarinnar fyrir leiki dagsins. Önnur þrjú stig gætu komið til liðsins í vikunni þegar ákvörðun KSÍ í máli félagsins gegn Selfoss liggur fyrir en lið Selfoss telfdi fram ólöglegum leikmanni í leik liðanna á dögunum. Náist svo sigur í lokaleik tímabilsins gæti lið Grindavíkur klifrað svo hátt sem í fjórða sætið verði önnur úrslit þeim hagstæð.

„Ég veit ekki hvernig leikirnir fóru í dag en ef allt á að vera rétt eigum við að taka sex stig á næstu dögum, þessi þrjú og svo þegar það verður dæmt fáum við örugglega þrjú stig þar. Það er svo einn leikur eftir gegn Gróttu á gervigrasi og verður það spennandi leikur miðað við hvernig síðasti leikur fór hjá okkur.“

Það sem stendur upp úr fyrir fréttaritara að þessum leik loknum er ekki leikurinn sjálfur úti á velli eða úrslit leiksins sem slík heldur öflugur stuðningur úr stúkunni Grindavíkurmegin. Nokkuð sem lítið hefur verið um að undanförnu.

„Það var ótrúlega gaman að sitja á bekknum og hlusta á þessa snillinga í Stinningskalda og GG sem eiga gott kvöld framundan skilst mér á lokahófi. Kĺárt mál að þeir hjálpuðu okkur yfir línuna. Það var frábært að sjá stemmingu á þessum fallega velli eins og hún var í dag.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner