Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 10. september 2022 18:25
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Þeir hjálpuðu okkur yfir línuna
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara frábært. Þetta er akkurat það sem við lögðum upp með að vinna í dag og bara ótrúlega ánægjulegt þótt þetta hafi verið svolítið sérstakur leikur. En mér fannst við standa okkur nokkuð vel og þá sér í lagi í byrjun leiks.“
Sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur eftir 4-3 sigur hans manna á HK í síðasta heimaleik sínum þetta sumarið um sigurinn.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  3 HK

Sigurinn í dag færði Grindvíkingum þrjú stig sem færa liðið ögn ofar í töfluna en liðið sat í tiunda sæti deildarinnar fyrir leiki dagsins. Önnur þrjú stig gætu komið til liðsins í vikunni þegar ákvörðun KSÍ í máli félagsins gegn Selfoss liggur fyrir en lið Selfoss telfdi fram ólöglegum leikmanni í leik liðanna á dögunum. Náist svo sigur í lokaleik tímabilsins gæti lið Grindavíkur klifrað svo hátt sem í fjórða sætið verði önnur úrslit þeim hagstæð.

„Ég veit ekki hvernig leikirnir fóru í dag en ef allt á að vera rétt eigum við að taka sex stig á næstu dögum, þessi þrjú og svo þegar það verður dæmt fáum við örugglega þrjú stig þar. Það er svo einn leikur eftir gegn Gróttu á gervigrasi og verður það spennandi leikur miðað við hvernig síðasti leikur fór hjá okkur.“

Það sem stendur upp úr fyrir fréttaritara að þessum leik loknum er ekki leikurinn sjálfur úti á velli eða úrslit leiksins sem slík heldur öflugur stuðningur úr stúkunni Grindavíkurmegin. Nokkuð sem lítið hefur verið um að undanförnu.

„Það var ótrúlega gaman að sitja á bekknum og hlusta á þessa snillinga í Stinningskalda og GG sem eiga gott kvöld framundan skilst mér á lokahófi. Kĺárt mál að þeir hjálpuðu okkur yfir línuna. Það var frábært að sjá stemmingu á þessum fallega velli eins og hún var í dag.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner