Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 10. september 2022 18:25
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Þeir hjálpuðu okkur yfir línuna
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara frábært. Þetta er akkurat það sem við lögðum upp með að vinna í dag og bara ótrúlega ánægjulegt þótt þetta hafi verið svolítið sérstakur leikur. En mér fannst við standa okkur nokkuð vel og þá sér í lagi í byrjun leiks.“
Sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur eftir 4-3 sigur hans manna á HK í síðasta heimaleik sínum þetta sumarið um sigurinn.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  3 HK

Sigurinn í dag færði Grindvíkingum þrjú stig sem færa liðið ögn ofar í töfluna en liðið sat í tiunda sæti deildarinnar fyrir leiki dagsins. Önnur þrjú stig gætu komið til liðsins í vikunni þegar ákvörðun KSÍ í máli félagsins gegn Selfoss liggur fyrir en lið Selfoss telfdi fram ólöglegum leikmanni í leik liðanna á dögunum. Náist svo sigur í lokaleik tímabilsins gæti lið Grindavíkur klifrað svo hátt sem í fjórða sætið verði önnur úrslit þeim hagstæð.

„Ég veit ekki hvernig leikirnir fóru í dag en ef allt á að vera rétt eigum við að taka sex stig á næstu dögum, þessi þrjú og svo þegar það verður dæmt fáum við örugglega þrjú stig þar. Það er svo einn leikur eftir gegn Gróttu á gervigrasi og verður það spennandi leikur miðað við hvernig síðasti leikur fór hjá okkur.“

Það sem stendur upp úr fyrir fréttaritara að þessum leik loknum er ekki leikurinn sjálfur úti á velli eða úrslit leiksins sem slík heldur öflugur stuðningur úr stúkunni Grindavíkurmegin. Nokkuð sem lítið hefur verið um að undanförnu.

„Það var ótrúlega gaman að sitja á bekknum og hlusta á þessa snillinga í Stinningskalda og GG sem eiga gott kvöld framundan skilst mér á lokahófi. Kĺárt mál að þeir hjálpuðu okkur yfir línuna. Það var frábært að sjá stemmingu á þessum fallega velli eins og hún var í dag.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner