Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 10. september 2022 18:25
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Þeir hjálpuðu okkur yfir línuna
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara frábært. Þetta er akkurat það sem við lögðum upp með að vinna í dag og bara ótrúlega ánægjulegt þótt þetta hafi verið svolítið sérstakur leikur. En mér fannst við standa okkur nokkuð vel og þá sér í lagi í byrjun leiks.“
Sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur eftir 4-3 sigur hans manna á HK í síðasta heimaleik sínum þetta sumarið um sigurinn.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  3 HK

Sigurinn í dag færði Grindvíkingum þrjú stig sem færa liðið ögn ofar í töfluna en liðið sat í tiunda sæti deildarinnar fyrir leiki dagsins. Önnur þrjú stig gætu komið til liðsins í vikunni þegar ákvörðun KSÍ í máli félagsins gegn Selfoss liggur fyrir en lið Selfoss telfdi fram ólöglegum leikmanni í leik liðanna á dögunum. Náist svo sigur í lokaleik tímabilsins gæti lið Grindavíkur klifrað svo hátt sem í fjórða sætið verði önnur úrslit þeim hagstæð.

„Ég veit ekki hvernig leikirnir fóru í dag en ef allt á að vera rétt eigum við að taka sex stig á næstu dögum, þessi þrjú og svo þegar það verður dæmt fáum við örugglega þrjú stig þar. Það er svo einn leikur eftir gegn Gróttu á gervigrasi og verður það spennandi leikur miðað við hvernig síðasti leikur fór hjá okkur.“

Það sem stendur upp úr fyrir fréttaritara að þessum leik loknum er ekki leikurinn sjálfur úti á velli eða úrslit leiksins sem slík heldur öflugur stuðningur úr stúkunni Grindavíkurmegin. Nokkuð sem lítið hefur verið um að undanförnu.

„Það var ótrúlega gaman að sitja á bekknum og hlusta á þessa snillinga í Stinningskalda og GG sem eiga gott kvöld framundan skilst mér á lokahófi. Kĺárt mál að þeir hjálpuðu okkur yfir línuna. Það var frábært að sjá stemmingu á þessum fallega velli eins og hún var í dag.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir